Þorskhnakkinn er bragðmesti og safaríkasti bitinn af þorskinum. Hann hefur mjúka áferð, tekur vel við alls konar bragðaukandi kryddum og hentar einstaklega vel til steikingar eða eldunar í ofni, enda er hann eftirsóttur á veitingahúsum.
Auk þess er hann fyrirtaks próteingjafi og ríkur af ómega-3 fitusýrum. Þorskhnakkinn er þannig allt í senn bragðgóður, fljótlegur og afar hollur valkostur. Fullkominn hversdagsmatur og frábær veisluréttur.
Fiskur tvisvar í viku
Fiskur er bæði hollur og góður matur. Hann er fyrirtaks próteingjafi og ríkur af ómega-3 fitusýrum. Mikil fiskneysla hefur margvíslegan heilsutengdan ávinning, enda ráðleggur landlæknir fólki að borða fiskmáltíð tvisvar til þrisvar í viku.
Næringargildi í 100 g
Orka
326 kJ/77 kkal
Fita
0,5 g
Þar af mettuð
0,1 g
Kolvetni
0 g
Þar af sykurtegundir
0 g
Prótein
18 g
Salt
0,18 g
Uppskriftir
Þorskhnakkinn er fjölhæfur biti, bragðmikill og safaríkur, með mjúka áferð og tekur vel við kryddum. Hann hentar bæði sem hversdagsmatur og ljuffengur veisluréttur. Hér fyrir neðan eru nokkrar góðar uppskriftir sem upplagt er að prófa.
Til að viðhalda hámarksgæðum hráefnisins er ráðlagt að þíða frosna þorskhnakka með því að setja þá í fat með ísköldu vatni.
Fljótlegri aðferð er að setja þorskhnakkana í fat og láta kalt vatn renna á þá. Þá ættu þeir að vera klárir á 10-20 mínútum.
Einnig má þíða þorskhnakkana með því að taka þá úr frystinum og setja inn í ísskáp kvöldið áður en til stendur að elda þá.
Í öllum tilvikum er mælt með því að að þíða þorskhnakkana í lofttæmdri pakkningunni og taka þá síðan úr umbúðunum fyrir eldun.
Hvernig fáum við besta bitann?
Til að fá besta bitann af þorskinum þarf að sigla langt og sækja á djúpið. Það þarf framúrskarandi þekkingu, tækni og verkkunnáttu til að veiða, vinna og bera fram það besta úr hafinu.
Fyrsta flokks veiðiaðferðir og hátæknivinnsla tryggja gæði hráefnisins frá því fiskurinn er veiddur og þar til hann er unninn og honum pakkað. Slíkt næst aðeins með réttum aðferðum og tækni, hárréttri hitastýringu og meðhöndlun afurðarinnar í öllu ferlinu.
Þannig fáum við besta bitann af þorskinum, frá djúpinu á diskinn.
Samherji
Samherji rekur eina öflugustu útgerð og fiskvinnslu á Íslandi þar sem sérhæft fagfólk í fremstu röð beitir nýjustu tækni og vinnsluaðferðum á öllum stigum framleiðslunnar. Vinnsluhús Samherja í Eyjafirði eru meðal þeirra fullkomnustu í heimi fyrir hvítfisk.
Samherji leggur ríka áherslu á þróun nýrrar tækni á sviði veiða og vinnslu, í samstarfi við íslensk nýsköpunar- og hátæknifyrirtæki, með það fyrir augum að hámarka gæði afurða.
Markmið Samherja er að starfa alltaf í sátt við umhverfið, stuðla að sjálfbærri nýtingu fiskistofna og góðri umgengni um auðlindir hafsins.