Til baka
Til baka
Gratíneraður þorskur í parmesansósu
+ 60 mín.
30–60 mín.
– 30 mín.
Hráefni

500 g þorskhnakkar
500 ml rjómi
200 ml hvítvín
50 g kjúklingkraftur
1 stk parmesanostur
200 g rjómaostur
2 hvítlauksgeirar
Steinselja
Salt og pipar eftir smekk
50 g hveiti
50 g olía
200 g rifinn ostur

Aðferð

Hitið ofninn í 80°C.
Setjið þorskhnakkana í eldfast mót og eldið á 80°C í 20 mín. eða þangað til að þorskurinn dettur í sundur þegar potað er í hann. Hann á að vera smá glær í miðjunni.
Takið eldfasta mótið úr ofninum og fjarlægið allan vökvann sem kom af fiskinum úr mótinu og setjið til hliðar.
Hækkið hitann á ofninum í 180°C.

Næsta skref er að búa til sósuna.
Setjið rjómann, hvítvínið, kjúklingakraftinn og rjómaostinn í pott og hitið að suðu.
Rífið niður parmesanostinn og setjið út í sósuna.
Saxið hvítlauk smátt og bætið honum út í.
Blandið saman hveiti og olíu og hrærið saman við sósuna til að þykkja hana.
Smakkið til með salti og pipar.
Saxið steinselju smátt og bætið henni út í sósuna þegar hún er tilbúin.
Hellið sósunni yfir þorskinn í eldfasta mótinu og dreifið 200 g af rifna ostinum yfir efst.
Setjið eldfasta mótið aftur inn í ofn og bakið fiskinn á 180°C í 30 mín. eða þangað til osturinn efst hefur fengið fallegan brúnan lit.

Þessi réttur er borinn fram með soðnum hrísgrjónum.