
500 g þorskhnakkar skornir í bita á stærð við vísifingur.
Tempuradeig:
600 ml sódavatn
250 g hveiti
250 g kartöflumjöl
200 g tikka masala mauk
10 g hvítlauksduft
10 g paprikuduft
20 g túrmerik
10 gr steinselja þurrkuð
5 g chilli duft
5 g kúmen
50 g mangó chutney
30 g garam masala krydd
Salt og pipar eftir smekk
Jógúrtsósa:
350 g súrmjólk
150 g mæjónes
1 stk. gúrka
1 búnt mynta
100 g sýróp
20 g garam masala krydd
Safi úr einni límónu
Blandið öllu hráefni fyrir tempura-deigið saman í hærivél.
Veltið þorskbitunum upp úr hveiti og leggið þá í tempura-blönduna.
Fiskbitarnir, þaktir tempura-deiginu, eru síðan djúpsteiktir á 180°C.
Gott er að hafa mæli til að fylgjast með hitastigi olíunnar sem notuð er til steikingar til að fyrirbyggja að hún verði of heit. Ekki er mælt með því að nota ólífuolíu til djúpsteikingar.
Jógúrtsósa:
Hreinsið fræin úr gúrkunni og skerið hana svo niður í litla teninga.
Takið myntulaufin af stilkunum og skerið þau niður í litlar ræmur.
Restinni af hráefninu er svo blandað saman.