
500 g þorskhnakki
1 lítri af vatni
60 g af salti 
Hveiti
Blaðlaukssósa með sólþurrkuðum tómötum
½ blaðlaukur
400 ml rjómi
200 ml hvítvín
1 stk. kjúklingakraftur (teningur)
Salt og pipar eftir smekk
50-75 g af sólþurrkuðum tómötum
Bakaðir tómatar
4 stk. tómatar
Ólífuolía
Salt og pipar eftir smekk
Sjóðið vatn og leysið saltið upp í vatninu. Kælið vatnið í fati og leggið fiskinn ofan í fatið með kalda vatninu. 
Látið þorskinn síðan liggja í þessu saltvatni inni í ísskáp yfir nótt. 
Hitið ofninn í 80°C.
Veltið fisknum upp úr hveiti og steikið á pönnu. 
Bætið smá smjöri út á pönnuna rétt áður en fisknum er snúið við. 
Setjið fiskinn inn í ofn í 10 mínútur á 80°C áður en hann er borinn fram. 
Blaðlaukssósa
Blaðlaukurinn er „svitaður“ á pönnu. 
Restinni af hráefninu er síðan bætt saman við, nema salti og pipar. 
Sósan er soðin niður og krydduð eftir smekk með salti og pipar.
Bakaðir tómatar
Hitið ofninn í 180°C. 
Skerið tómatana í fjóra parta. 
Setjið þá á bökunarpappír í ofnskúffu og stráið yfir ólífuolíu, salti og pipar. 
Þetta er svo bakað í ofni á 180°C í 25 mínútur.