
500 g þorskhnakkar
200 g möndlumjöl
½ búnt steinselja
½ búnt graslaukur
½ búnt dill
50 g sítrónupipar
50 g salt
10 g hvítur pipar
25 g hvítlauksduft
25 g paprikuduft
Bernaise sósa
400 g smjör
4 eggjarauður
30 ml béarnaise essens (fæst í flestum matvöruverslunum)
10 g kjúklingakraftur
40 g Dijon-sinnep
Hvítur pipar eftir smekk
Mangó salsa
½ mangó
½ gúrka
½ paprika
½ rauðlaukur
1 búnt kóríander
150 ml ólífuolía
Salt og pipar eftir smekk
Saxið kryddjurtirnar smátt og blandið þeim saman við restina af hráefninu í skál.
Veltið þorskinum upp úr blöndunni og steikið hann á pönnu með smá klípu af smjöri.
Bernaise sósa
Aðskiljið eggjarauðurnar og hvíturnar.
Stífþeytið eggjarauðurnar með þeytara.
Bræðið smjör í potti þangað til það byrjar að krauma.
Hellið smjörinu í mjórri bunu yfir stífþeyttu eggjarauðurnar.
Blandið svo restinni af hráefninu saman við og smakkið til.
Mangó salsa
Skerið grænmetið niður í litla teninga.
Saxið kóríander smátt.
Restinni er svo blandað saman við og þetta smakkað til.