Til baka
Til baka
Þorskhnakki með beikonkartöflumús
+ 60 mín.
30–60 mín.
– 30 mín.
Hráefni

500 g þorskur
300 g hveiti
25 g sítrónupipar
5 g hvítur pipar
25 g paprikuduft
30 g hvítlaukduft
50 g salt
Smjörklípa á pönnuna

Beikon kartöflumús
500 g kartöflur
100 g smjör
150 g mjólk
200 g beikon
Salt og hvítur pipar eftir smekk.

Grískt salat
½ gúrka
1 krukka fetaostur
½ rauðlaukur
25 g ólífur (grænar eða svartar eftir smekk, mega vera báðar tegundir)
30 g kirsuberjatómatar
30 g ólífuolía
Salt og pipar

Aðferð

Blandið hveitinu og kryddinu saman í skál.
Skerið þorskinn í hæfilega bita eftir smekk. Veltið þorskbitunum upp úr hveitiblöndunni og steikið á pönnu.
Bætið klípu af smjöri á pönnuna og látið þorskinn hvíla á pönnunni áður en hann er borinn fram.

Beikonkartöflumús
Flysjið kartöflurnar og sjóðið þær í potti þangað til þær eru eldaðar í gegn.
Hitið smjör og mjólk í öðrum potti og hrærið saman við soðnu kartöflurnar í hrærivél.
Skerið beikonið í litla bita og steikið á pönnu þangað til það er orðið stökkt.
Þessu er svo hrært saman við kartöflurnar ásamt fitunni af beikoninu.
Salti og pipar bætt við eftir smekk. Gætið að því að setja ekki of mikið salt því beikonið sem fer í stöppuna er saltað.

Grískt salat
Fjarlægið fræin úr gúrkunni og skerið hana í litla teninga.
Skerið tómatana í tvennt og skerið rauðlaukinn í þunnar sneiðar. Sneiðið ólífurnar.
Blandið þessu svo öllu saman í skál ásamt fetaostinum og kryddið með salti og pipar eftir smekk.